Storage & Organization up to 60% OFF!
Plus, a FREE Gift! | Details Here.
×

Cheers

Give a Cheer
Give cheer Give a Cheer
Favorite

Ég og mamma lentum í þvílíku ævintýri þegar við flugum heim frá Los Angeles. Dagurinn byrjaði vel. Vöknuðum eldsnemma og höfðum okkur til fyrir 4 tíma keyrslu frá Karolínu til Los Angeles. Þegar við komum til L.A. þá fór ég beint í það að tékka okkur inn en þegar ég stimplaði inn bókunarnúmerið okkar þá stóð Flight Canceled!!! Ég fékk þvílíkan hnút í magann og langaði að fara að gráta. Ég fór til mömmu og Karolínu og við fengum þær upplýsingar um að við ættum að fara í röð til að fá annað flug. Þar sem þrjár aðrar vélar voru ekki að fara í loftið þá var röðin mjög löng og þurfum við að bíða í henni í 4 tíma. Fyrst var einn að afgreiða og svo kom hádegismatur og þá var enginn að afgreiða. Úff, þetta var sko erfitt. Ég man þegar mamma sagði við mig “Dagrún mín við eigum eftir að hlægja af þessu þegar við komum heim„ úfff....mér var ekki skemmt. Jæja loksins var komið að okkur og við fengum flug um kvöldið eða um ellefuleitið til Pittsburgh og svo þaðan til Boston. Sem betur fer áttum við að gista í Boston á milli fluga vegna þess að annars hefðum við misst af fluginu til Íslands. Við fórum í VIP herbergið á flugvellinum og höfðum það gott þar en vorum samt báðar mjög þreyttar. Í vélinni áttum við ekki að fá að sitja saman en sem betur fer var almennilegur maður sem skipti við okkur um sæti. Þegar við vorum búnar að vera í loftinu um klukkutíma byrjaði ég að sjá blikkljós út um gluggann og þá áttaði ég mig á því að þetta voru eldingar. Ég fékk hnút í magann og sagði við mömmu að kíkja ekki út um gluggann og auðvitað það fyrsta sem hún gerði var að kíkja út. Vá, þetta ætlaði aldrei að taka enda. Þessar þrumur og eldingar voru í langan tíma og við mamma héldum fast í hvor aðra. Loksins lentum við og við höfum 15 mínútur til að fara í næsta flug. Við áttum ekki saman sæti þar og því miður gat enginn skipt um sæti við okkur þannig við sátum í sitthvoru sætaröðinni. Ég kíkti á mömmu þar sem hún sat á milli tveggja kalla og ég vissi að hún var í góðum höndum þar þannig ég steinsofnaði í þennan klukkutíma. Þegar við vorum komin til Boston þá þurftum við að bíða í smá tíma eftir töskunum okkar og ég var búin að ákveða það að labba yfir í næsta gate. Fólk var ekki alveg að trúa því að við gætum það en ég sagði “I am from Iceland, I can do it” og þá kom bara bros á fólk. Ég og mamma trítluðum í næsta gate og biðum þar í um 2 tíma þangað til að við fengum að fara inn. Þegar við komum inn á flugstöðina í Boston þá fengum við okkur að borða og settumst niður og nutum þess að horfa á borgina. Á þeirri stundu vorum við búnar að vaka í marga marga tíma og þar eru þessar myndir teknar. Úff við vorum þreyttar en samt mjög ánægðar með ferðina okkar til Ameríku.


Report
SavedRemovedChanged